fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Bergsteinn og Sara taka við framkvæmdastjórastöðum hjá Landsbankanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. september 2021 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og Hagfræðideild.

Framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans

Sara Pálsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri. Sara hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2011, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar. Áður vann hún m.a. hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi þar sem hún var sérfræðingur í markaðsgreiningu og hún vann hjá Landsbankanum, að hluta til með námi, á árunum 2004-2008.

Sara Pálsdóttir

„Sara er þaulreynd í samskiptum og stjórnun og hefur yfirgripsmikla reynslu úr íslensku viðskiptalífi. Hún er mikil rekstrarkona og hefur borið ábyrgð á farsælum viðskiptasamböndum Eimskips við öll stærstu innflutningsfyrirtæki landsins. Samfélag er nýtt svið sem endurspeglar áherslur Landsbanka nýrra tíma. Okkar grunngildi er traust og við viljum efla jákvæð tengsl viðskiptavina við bankann. Sara áttar sig vel á þeirri áskorun að skara fram úr í samkeppni um tryggð viðskiptavina og hvernig ánægja starfsfólks stuðlar að betri þjónustu og aukinni ánægju viðskiptavina,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans

Bergsteinn er með B.Sc.-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur 15 ára starfsreynslu við áhættustýringu. Hann hefur verið forstöðumaður hjá bankanum frá árinu 2012, verið staðgengill framkvæmdastjóra Áhættustýringar undanfarin ár og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því í vor. Bergsteinn hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Landsbankanum árið 2008 og hafði áður starfað við áhættustýringu hjá Kaupþingi á árunum 2005 til 2006.

Bergsteinn Ó. Einarsson

„Öflug áhættustýring er mikilvægur þáttur í traustum rekstri bankans. Hlutverk Áhættustýringar er að hafa yfirsýn yfir alla áhættuþætti og styðja önnur svið bankans við stjórnun áhættu ásamt því að vera í reglulegu sambandi við eftirlitsaðila. Bergsteinn hefur sýnt leiðtogahæfileika í starfi og er með afbragðs yfirsýn og skilning á samþættingu ólíkra áhættuþátta. Hann er úrræðagóður og skilur vel hlutverk og þátt áhættustýringar við að færa bankastarfsemi enn hraðar inn í framtíðina,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi