fbpx
Föstudagur 05.september 2025
Fréttir

Atli Rafn fær 1,5 milljón í miskabætur frá Leikfélagi Reykjavíkur

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 23. september 2021 14:27

Atli Rafn. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og 3 milljónir í málskostnað. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Dómurinn hefur ekki verið birtur en fréttastofa RÚV hefur fengið staðfestingu um niðurstöðuna frá báðum aðilum máls.
Atla Rafni var sagt upp störfum við leikhúsið vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Hann fékk aldrei að vita innihald ásakananna né hverjir ásakendur hans voru. Atli Rafn höfðaði í kjölfari mál á hendur Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra, á þeim forsendum að vinnuveitandi hans hafi ekki gert viðhlítandi rannsókn á ásökunum.
Í héraði voru Atla dæmdar 5,5 milljónir í skaðabætur en í Landsrétti var þeirri niðurstöðu snúið við.  Atli fékk síðan heimild frá Hæstarétti til að áfrýja máli sínu gegn leikfélaginu en ekki gegn Kristínu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir

Keypti sér happaþrennu í Hagkaup og vann 10 milljónir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar

Snorri rýfur þögnina: Stórfurðulegir dagar að baki – Tekur til sín einn hluta gagnrýninnar
Fréttir
Í gær

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig

Ákæran í Súlunesmálinu: Skipaði foreldrum sínum að sitja og standa að hennar ósk og bannaði þeim að tala við sig
Fréttir
Í gær

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“

Þorbjörg þakkar stuðninginn eftir Kastljósið umdeilda – „Þá erum við alltaf að tala um alvöru fólk með alvöru tilfinningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“

Kristrún og Daði taka ekki undir með Ingu: „Það er ekkert slíkt til skoðunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp

Trump birti myndband af því þegar ellefu fíkniefnasmyglarar voru sprengdir í loft upp