fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Steingrímur Njálsson bauð Illuga uppí bíl: „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi eitt sinn lent í Steingrími Njálssyni, einum alræmdasta barnaníðingi Íslands. Áratugi eftir atvikið var Steingrímur opinberaðu sem níðingur.

„Þegar ég var 13 eða 14 ára var ég sendill á BSÍ þar sem afi minn var framkvæmdastjóri og amma gjaldkeri. Þá voru þeir tímar að ekki var talið neitt athugavert við að barnið ég færi daglega með hnausþykkt peningabúnt og ávísanir í strætó niður í bæ og legði þetta inn í banka eða í Gjaldheimtuna. Einu sinni var ég nýlagður af stað frá Umferðarmiðstöðinni þegar skall á dynjandi skúr. Vingjarnlegur maður á Volkswagni stoppaði þá og spurði hvort ég vildi ekki far niður í bæ meðan hryðjan gengi yfir. Ég þáði það,“ segir Illugi.

Þessi vingjarnlegi maður fór svo að spjalla við Illuga. „Maðurinn var málgefinn og spurði mig að aldri og síðan hvort við strákarnir á mínu reki væru eitthvað byrjaðir að vera skotnir í stelpum. Ég sagði bara: „Hm.“ Þá sagðist hann hafa sannfrétt að það væri algengt að strákar á mínum aldri hjálpuðust bara að við að rúnka sér,“ segir Illugi.

Þrátt fyrir ungan aldur þá misbauð Illuga þetta og lét hann sig hverfa:

„Við vorum ekki komnir nema inn á Sóleyjargötu og ég var yfirleitt frekar uppburðarlítill drengur og ekki frekur við fullorðna, en þarna var mér nóg boðið. Ég stappaði niður fæti í Volkswagninum og sagði: „Ég ætla að fara úr hér.“ Maðurinn umlaði eitthvað en stoppaði bílinn, ég fór út og hljóp í rigningunni niður í Gjaldheimtu. Áratug síðar var í fyrsta sinn birt mynd í dagblaði af Steingrími Njálssyni barnaníðingi og þá sá ég að maðurinn í Volkswagninum var hann.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“