fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Stór breyting hjá Instagram

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 13:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðillinn Instagram er einn sá vinsælasti í heimi, jafnt hjá ungum sem öldnum. Nýlega var gerð stór breyting á forritinu sem ekki allir eru jafn sáttir með.

Hægt er að birta myndir á síðuna sína og í „story“ en þar eyðast myndirnar eða myndböndin út eftir 24 tíma. Áður fyrr spiluðust myndbönd aðeins einu sinni og myndir voru uppi í 15 sekúndur áður en forritið færði þig sjálfkrafa yfir á næstu færslu. Nú hefur því verið breytt.

Fyrir ofan myndirnar og myndböndin sem voru í spilun mátti sjá slá sem sýndi hversu margar færslur voru uppi og hversu mikill áhorfstími væri eftir af myndum og myndböndum. Sú slá er nú horfin og spilast myndbönd aftur og aftur þar til notandinn ýtir á skjáinn til að sjá næstu færslu.

Uppfærslan virðist ekki vera komin í alla síma en búast má við því að þetta taki við hjá öllum á næstu dögum. Instagram segir tilganginn vera að fólk eigi að geta notið sín þegar það skoðar „story“.

Hér má sjá að sláin er horfin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“