fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Facebook eyddi aðgöngum þýskra bóluefnaandstæðinga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 19:30

Færsla á Facebook bjargaði íbúum fjölbýlishúss frá hörmungum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook hefur eytt tæplega 150 aðgöngum einstaklinga og hópa í Þýskalandi sem tengjast þýsku hreyfingunni Querdenken. Facebook tilkynnti þetta í gær. Meðlimir Querdenken eru aðallega efasemdarfólk um bóluefni og öfgahægrimenn. Talsmenn Facebook segja að Querdenken haldi á lofti samsæriskenningum um að sóttvarnaaðgerðir vegna heimsfaraldursins svipti almenna borgara frelsi sínu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Facebook grípur til beinna aðgerða gegn hreyfingunni. Nathaniel Gleicher, yfirmaður öryggismála hjá Facebook, segir að þetta hafi verið gert þar sem hreyfingin valdi „samhæfðu samfélagstjóni“. Hann segir að Querdenken birti ofbeldisefni sem sé fyrst og fremst ætlað að kynda undir samsæriskenningu um að sóttvarnaaðgerðir þýsku ríkisstjórnarinnar séu liður í stærri áætlun um að svipta borgarana frelsi og grundvallarmannréttindum.

Facebook lokaði einnig aðgangi Michael Ballwed, stofnanda Querdenken.

Facebook ætlar ekki að eyða öllu efni sem tengist hreyfingunni en mun framvegis fylgjast betur með og grípa til aðgerða.

YouTube hefur einnig fjarlægt megnið af því efni sem Querdenken hafði birt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi