fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 16. september 2021 20:00

Eva Löve ásamt stjórnendum hlaðvarpsins. Eva er fyrir miðju á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Löve er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Þátturinn kemur í tveimur hlutum þar sem saga Evu er afar stór og af mörgum er að taka. Í þættinum lýsir Eva baráttu sinni við fíknina og segir frá því hvernig fíkniefnin fóru með hana á sínum tíma.

Saga Evu hefst í Reykjavík en hún bjó þar til 13 ára aldurs. Þá lá leiðin til Akureyrar en Eva flutti þangað ásamt móður sinni og systkinum. Hún segir uppeldið hafa verið afar mismunandi eftir foreldrum sínum, móðir hennar sagði eitt en faðir hennar annað „Uppeldið var bara A og Ö, eftir því hvort ég var að tala við mömmu eða pabba,“ segir hún í þættinum.

Móðir Evu reyndi hvað hún gat til að ná til dóttur sinnar en þegar ekkert gekk náði hún í föður hennar. Faðir hennar var raddsterkur og það tók því oft ekki langan tíma fyrir Evu að fara eftir því sem hann sagði.

„Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“

Þegar Eva var einungis 13 ára gömul prófaði hún hugbreytandi efni í fyrsta skipti. Það gerði hún eftir að hafa orðið utanvelta félagslega en auk þess var hún lögð í einelti. „Loksins var friður í hausnum á mér,“ segir Eva um það hvernig henni leið þegar hún tók þetta fyrsta skref í átt að erfiðum dansi með fíkniefnadjöflinum.

Eva segir frá minningum sem hún á frá unglingsárum sínum á Akureyri í þættinum. Þá var hún byrjuð að neyta fíkniefnanna. „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig, mamma reyndi oft að vera fyrir mér en ég færði hana. Við lentum oft í slagsmálum á meðan litli bróðir minn var grátandi inni í herbergi.“

Eva var eftir þetta send á Stuðla. Þar upplifði hún meiri reiði og henn fannst hún ekki fá aðstoð þar. Hún kynntist hins vegar fleira fólki þar sem kynnti henni fyrir nýjum leiðum í neyslu.

Hún segir að á öllum þeim stöðum sem hún var send á sem unglingur hafi fólk komið fram við hana eins og hún væri einskis virði. Þá segir hún að einnig hafi verið komið fram við hina krakkana.

Viðburðarík ár

Þegar Eva var 15 ára gömul kom hún heim úr vistun eftir langan tíma. Hún fór í kjölfarið í samband með eldri strák og byrjaði að búa með honum. Neyslan þróaðist með því og líf Evu breyttist mikið, næstu þrjú ár áttu eftir að vera afar viðburðarík.

„17 ára labbaði ég inn á fyrsta AA fundinn minn og tengdi við alla og himnarnir opnuðust í annað skipti á ævinni en ég seldi mér það að ég væri svo ung að kannski gæti ég alveg stjórnað þessu.“

Eva gat hins vegar ekki stjórnað þessu. Við tók algjört stjórnleysi, neyslan jókst mikið og hún notaði allt sem hún komst í. „Ég höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu mína,“ segir Eva í þættinum til að lýsa því hvernig þetta tímabil var fyrir hana.

Hún segist ekki hafa náð að fyrirgefa sjálfri sér fyrir þetta og endaði hún því á götunni þegar hún var aðeins 18 ára gömul.

Vaknaði eftir þriggja mánaða „blackout“

Í þættinum segir Eva frá því hvernig hún upplifði lífið á götunni. Þá er hún spurð hvaða minning það er sem situr föst í henni en það er minningin um það þegar hún áttar sig á raunveruleikanum sínum.

Á götunni hafði neyslan þróast þannig að hún vaknar upp eftir þrjá mánuði af „blackout-i“ og gerði sér grein fyrir því að hún var farin að sprauta sig. „Ég ranka við mér á dýnu sem er búið að æla á og pissublaut, sé að höndin á mér var götótt eins og svissneskur ostur.“

Eftir þetta áfall varð Eva fyrir líkamsárás. Hún slapp naumlega á lífi og átti pláss á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti þremur dögum seinna. Nóttina áður en hún átti pláss í meðferð reyndi Eva að fremja sjálfsvíg en það fór sem betur fer ekki eins og hún hafði ætlað sér.

Eva fór í meðferð á Hlaðgerðarkoti en kláraði hana ekki. Í kjölfarið setti faðir hennar henni mörk í fyrsta skipti ævi hennar. Það var mikið áfall fyrir hana en hún skilur þó vel í dag að hann hafi gert það. Stuttu áður hafði hún dáið í fanginu hans og var hann kominn með nóg á þessum tímapunkti.

„Það brast eitthvað innra með mér“

Eva ákvað eftir þetta að flýja vanlíðan og aðstæður og fór því til Spánar. Hún hafði gefist upp á að reyna að eignast eðlilegt líf og átti í stormasömum samböndum við karlmenn. Samböndunum fylgdi mikil gremja, ótti og reiði.

„Ég var farin að meiða aðra til þess að fyrirbyggja að þeir myndu meiða mig. Ég stjórnaðist af ótta og það kom út í reiði,“ segir hún og minnist þess þegar hún fór í „blackout“ af reiði þegar hún var unglingur. „Það brast eitthvað innra með mér, tók með mér hafnaboltakylfu og hníf og set á mig grímu.“

Neyddist til að horfast í augu við sjálfa sig

Eva var að lokum dæmd í fimm ára fangelsi. Þá sá hún sig sem fórnarlamb en hún hefur allt aðra sýn á málið í dag og hefði viljað bregðast öðruvísi við.

Í þættinum segir hún frá upplifun sinni á því að sitja inni í fangelsi, hvernig það var að sitja með því sem hún hafði gert og hvernig hún gat nýtt sér fangelsisvistina. Hún segist hafa klúðrað nokkrum tækifærum sem hún fékk en græddi það á móti að hún neyddist til að horfast í augu við sjálfa sig.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Evu í hlaðvarpsþáttunum Það er von.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum