fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Erlendur ferðamaður týndi dóttur sinni við gosstöðvar – Fannst 600 metra í burtu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 09:09

Eldgos í Geldingadölum ó fyrra. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrradag barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning vegna erlends ferðamanns sem var búinn að týna dóttur sinni við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Lögregla mætti á vettvang og fannst stúlkan heil á húfi um það bil 600 metra frá þeim stað sem feðginin höfðu orðið viðskila á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Vinnuslys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður sem var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman.

Fyrr í vikunni varð annað vinnuslys í Keflavík þar sem eigandi líkamsræktarstöðvar var að vinna að lagfæringum. Hann stóð í stiga sem hallaðist með þeim afleiðingum að maðurinn féll á steypt gólf. Hann fann til eymsla og var fluttur með sjúkrabifreið á HSS.

Ferðamaður var tekinn með kannabisfræ í tveimur boxum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gær. Tollverðir fundu fræin í tösku viðkomandi sem kvaðst hafa keypt þau í Amsterdam í Hollandi og hefði ekki vitneskju um að slíkur innflutningur væri ólöglegur hér. Ferðamaðurinn afsalaði sér fræunum til eyðingar.

Talsvert var um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í nótt var tekinn úr umferð ökumaður sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Sýnatökur staðfestu gruninn. Þá var hann með tól til kannabisvinnslu í bifreið sinni og poka með meintu kannabisefni.

Nokkrir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur. Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp