fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Bretar veita afgönsku flóttafólki góða aðstoð og hraða henni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 15:31

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Afgönum, sem störfuðu með breska herliðinu í Afganistan, varanlegt dvalarleyfi. Í upphafi var ætlunin að veita þeim fimm ára dvalarleyfi en nú hefur verið ákveðið að einn liður af aðgerðinni „Aðgerð verið hjartanlega velkomin“ verði að eyða óvissu um framtíð Afgananna og veita þeim varanlegt dvalarleyfi.

„Með því að bjóða strax upp á ótakmarkað dvalarleyfi tryggjum við þeim sem hafa yfirgefið heimili sín möguleika á öruggri framtíð,“ sagði Priti Patel, innanríkisráðherra, um ákvörðun stjórnarinnar.

Ríkisstjórnin veitir einnig 12 milljónum punda til sérstakra aðgerða í þágu Afgananna, þar á meðal til skóla, sérkennara og enskukennslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá