fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Alþjóðleg stórfyrirtæki íhuga framtíðina í ljósi öryggislaganna í Hong Kong

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 18:00

Hong Kong. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðafyrirtæki hafa að undanförnu neyðst til að íhuga framtíð starfsemi sinnar í Hong Kong í ljósi umdeildra öryggislaga sem kínverska kommúnistastjórnin innleiddi á sjálfsstjórnarsvæðinnu sem á að njóta ákveðinnar sjálfsstjórnar samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja um afhendingu þeirra fyrrnefndu á yfirráðum yfir sjálfstjórnarsvæðinu til Kína á tíunda áratug síðustu aldar.

Kínversk stjórnvöld hafa látið meira að sér kveða í Hong Kong á undanförnum misserum til að berja niður kröfur um lýðræði, tjáningarfrelsi og mannréttindi. Þetta veldur forkólfum í viðskiptalífinu áhyggjum og þykir mörgum nóg um, nóg sé að glíma við áhrif heimsfaraldursins þótt þetta bætist ekki við.

Aðförin að mannréttindum og lýðræði sem og frjálsum fjölmiðlum hefur haft í för með sér að mikill fjöldi fólks hefur flúið land og nokkur fyrirtæki hafa nú þegar tilkynnt að þau séu á förum. Þar má nefna fjölmiðlafyrirtækið Initium sem er að flytja til Singapúr. Í opnu bréfi sagði ritstjóri þess, Susie Wu, að fyrirtækið muni halda áfram rekstri á netinu „samtímis og leiðin til frelsis verður sífellt ótraustari“. The Guardian skýrir frá þessu.

Önnur fyrirtæki eru kannski ekki að hugsa um að flytja alfarið frá Hong Kong en mörg eru farin að styrkja starfsemi sína í Singapúr, sem er aðalkeppinautur Hong Kong í Asíu, hefur The Guardian eftir Frederick Gollob, formanni Evrópska viðskiptaráðsins í Hong Kong. Hann sagði að Hong Kong hafi alltaf verið talið veita öruggt starfsumhverfi þar sem lög sjálfstjórnarsvæðisins hafi byggst á breskum lögum og fyrirtæki gátu treyst á sanngjarna málsmeðferð. Nú séu fyrirtæki efins um hversu traust lagaumhverfið er og íhuga því flutning að hans sögn.

Á síðasta ári fluttu tæplega 90.000 manns frá Hong Kong og hafa aldrei fleiri flust á brott á einu ári síðan farið var að halda utan um skráningar þess efnis. Íbúum sjálfstjórnarsvæðisins fækkaði um 1,2% á síðasta ári og eru nú 7,39 milljónir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu