Paris St Germain hefur samið við tískuvöruframleiðandann Dior um að framleiða fatnað á leikmenn félagsins sem þeir nota utan vallar.
Christian Dior er eitt vinsælasta tískuvörumerki í heimi, hefur fyrirtækið notið mikilla vinsælda síðustu ár.
Dior sér hag sinn í því að leikmenn félagsins gangi í fötum frá fyrirtækinu þegar þeir mæta í leiki og á viðburði.
Það er ágætis auglýsing fyrir Dior þegar Lionel Messi klæðist fötum fyrirtækisins.
Þetta er í fyrsta sinn sem Dior semur við íþróttafélag en PSG fær væna summu frá fyrirtækinu vegna samningsins.