fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Milljón COVID-19 sýni hafa verið tekin hér á landi – Kostnaðurinn 4-7 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 09:30

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var milljónasta COVID-19 sýnið tekið hér á landi á vegum heilbrigðisyfirvalda. Eitt sýni kostar á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur og því er heildarkostnaðurinn vegna sýnanna á bilinu 4-7 milljarðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í upphafi vikunnar var búið að taka 997.000 sýni en á síðustu dögum hafa um og yfir 3.000 sýni verið tekin daglega. Haft er eftir Óskari Reykdalssyni, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að hvert sýni kosti á bilinu fjögur til sjö þúsund krónur. Kostnaðurinn er því að lágmarki 4 milljarðar. Inni í þessum tölum eru ekki sýni sem einkarekin fyrirtæki hafa tekið.

Þegar faraldurinn skall á var talið að kostnaðurinn við eitt sýni væri um tíu þúsund krónur en það reyndist ekki rétt. Óskar sagði að hraðgreiningarpróf kosti um fjögur þúsund og PCR-próf um sjö þúsund. „Við sem heilbrigðisstofnun megum ekki rukka meira en það sem sýnið kostar. Þegar einstaklingar fara í hraðgreiningarpróf á leiðinni úr landi rukkum við einfaldlega það sem prófið kostar,“ er haft eftir honum.

Óskar sagði svolítið skrýtið að þessi áfangi hafi nú náðst, ein milljón sýna, en hann sagðist alveg eins eiga von á að talan fari upp í tvær milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“