fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Eyjan

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. september 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september.

Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka mælist innan við 10%.

Miðað við niðurstöður könnunarinnar þá munu níu flokkar fá þingmenn kjörna. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 47,7% aðspurðra en samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 49%.

Ef fylgi flokkanna er skoðað þá nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 24,9% kjósenda og fengi 17 þingmenn. Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 13,3% kjósenda og fengi 9 þingmenn. Miðflokkurinn nýtur stuðnings 6,6% kjósenda og fengi 4 þingmenn. Viðreisn nýtur stuðnings 8,4% kjósenda og fengi 6 þingmenn. Flokkur fólksins nýtur stuðnings 4,5% kjósenda og fengi 2 þingmenn. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 12,1% og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Vinstri græn mælast með 10,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Píratar mælast með 9,8% fylgi og fengi flokkurinn 7 þingmenn. Sósíalistar mælast með 8,1% fylgi og fá 4 þingmenn ef þetta verður niðurstaða kosninganna.

Könnunin var gerð 31. ágúst til 3. september og var úrtakið 957 manns en 818 tóku afstöðu eða um 86%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríki Norður Kóreu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Næturgestur í Alþingishúsinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu