Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, sagðist hlakka til að sjá Patrick Bamford spila fyrir England. Bamford, leikmaður Leeds, var í leikmannahópi Englands í fyrsta sinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi, Andorra og Póllandi á undakeppni HM.
Bamford var á bekknum í sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag en búist er við að hann muni spila gegn Andorra á sunnudag.
„Við viljum að hann geri það sem hann gerir í hverri viku með Leeds. Hann hefur aðlagast hópnum vel og hefur ekki haft mikinn tíma til að æfa með okkur en ég held hanni hafi góða mynd af því hvernig við viljum spila. Við viljum bara að hann njóti sín. Við vitum hvers hann er megnugur og við hlökkum til að sjá hann spila,“ sagði Southgate.
England er efst í I riðli með 12 stig eftir 4 leiki, en liðið mætir Andorra á sunnudag og Póllandi á miðvikudag í næstu viku.