fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Lengjudeild kvenna: KR upp í efstu deild – Augnablik vann Gróttu

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 4. september 2021 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. Topplið KR og Afturelding unnu sigra á meðan að Víkingur R. sótti þrjú stig í Kaplakrika og Augnablik vann Gróttu í botnbaráttuslag.

Topplið KR tók á móti Haukum í Vesturbænum. Þær Ísabella Sara Tryggvadóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoruðu mörk KR-inga á tveggja mínútna kafla og tryggðu þar með liðinu sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Afturelding hélt í við KR með 3-0 sigri á ÍA á Skaganum. Þær Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, Jade Gentile og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoruðu mörkin en Afturelding er í 2. sæti með 37 stig, stigi á undan FH í 3. sæti en liðin mætast í sannkölluðum úrslitaleik í síðustu umferð Lengjudeildarinnar.

Víkingar unnu 4-2 sigur á FH í Kaplakrika. Brittney Lawrence kom FH Í forystu eftir tæpan 10. mínútna leik en Nadía Atladóttir skoraði þrennu fyrir Víkinga og Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði eitt áður en Elísa Lana Sigurjónsdóttir klóraði í bakkann fyrir FH þegar að sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Slæmt tap fyrir FH en liði getur komist upp um deild með sigri á Aftureldingu í næstu viku. Víkingar eru í 4. sæti með 28 stig.

Þá vann Augnablik 2-1 sigur á Gróttu í botnslagnum. Lovísa Scheving kom Gróttu í forystu á 15. mínútu en Díana Ásta Guðmundsdóttir jafnaði fyrir Augnablik tíu mínútum síðar. Viktoría París skoraði sigurmarkið eftir tæpan klukkutíma leik og Augnablik er í 9. sæti með 14 stig, tveimur stigum á eftir Gróttu í síðasta örugga sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina