Margir telja Chelsea sigurstranglegast í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í vor. Ljóst er að mikil gæði eru í liðinu sem varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð, sem og Ofurbikarmeistari Evrópu fyrr í sumar.
Thomas Tuchel ákvað að styrkja leikmannahópinn enn frekar í sumarglugganum en liðið fékk Romelu Lukaku aftur til félagsins frá Inter Milan og Saul Niguez kom á láni frá Atletico Madrid.
Chelsea er því nánast með heimsklassamenn í hverri einustu stöðu á vellinum, auk þess að vera með menn í háum gæðaflokki á bekknum.