Thomas Tuchel hefur gefið hinum unga Xavier Mbuyamba tækifæri með aðalliði Chelsea ári eftir að hann var fenginn til félagsins af Frank Lampard, þáverandi stjóra liðsins.
Mbuyamba kom til Chelsea frá Barcelona í fyrra og hefur gert það gott með unglingaliðinu eftir að hann jafnaði sig á hnémeiðslum. Hollendingnum hefur verið líkt við samlanda sinn, Virgil van Dijk, sem er af mörgum talinn einn besti miðvörður heims. Liverpool hafði áhuga á Mbuyama þegar hann lék með hollenska liðinu MVV Maastricht aðeins 16 ára gamall.
Ver esta publicación en Instagram