fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg og Birkir tæpir – Kári klár í slaginn

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. september 2021 13:39

Jóhann Berg verður með fyrirliðabandið á morgun. Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort lykilmennirnir Birkir Bjarnason og Jóhann Berg Guðmundsson geti tekið þátt í leik Íslands og Norður-Makedóníu.

Hvorugur þeirra æfði með liðinu í dag, degi fyrir leik. Sömu sögu er að segja um Mikael Neville Anderson.

„Ástandið á hópnum er alveg ágætt. Í dag voru þrír sem voru smá tæpir. Mikki fékk smá spark í kálfann frá Kára á æfingu í gær, ekkert alvarlegt þannig lagað bara að sjá til þess að það komi ekki blæðing inn á vöðvann,“ sagði Arnar Þór Viðarsson á fréttamannafundi í dag.

„Birkir og Jói að ná sér eftir leikinn gegn Rúmeníu. Það er það sama og hjá Mikka, varúðarástæðarnir í dag og svo tekin ákvörðun á morgun. Við sjáum hvort þeir geti byrjað, verið á bekknum eða ekki í hóp.“

Kári Árnason kveðst vera klár í slaginn eftir að hafa setið á bekknum gegn Rúmeníu, allar líkur eru á að hann byrji leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild