Jadon Sancho, vængmaður Manchester United, missir af leikjum enska landsliðsins gegn Andorra og Póllandi á undankeppni HM vegna minniháttar meiðsla.
Kappinn meiddist á æfingu fyrr í vikunni og lék ekki í 4-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag. Hann snýr nú aftur til United en í yfirlýsingu frá enska landsliðinu stóð að búist væri við að Sancho væri búinn að ná sér fyrir leik Manchester United gegn Newcastle þann 11. september næstkomandi.
Sancho hefur tekið þátt í öllum þremur úrvalsdeildarleikjum United á tímabilinu og var í byrjunarliðinu í 1-0 sigrinum á Wolves um síðustu helgi.