fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

„Ég myndi frekar hafa Kane en Ronaldo“

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 3. september 2021 18:45

Cristiano Ronaldo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Agbonlahor segist frekar treysta Harry Kane til að skora úr dauðafæri en Cristiano Ronaldo. Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og eru margir ósammála.

Agbonlahor og Jamie O´Hara ræddu í talkSPORT hvort betra væri að hafa Harry Kane eða Cristiano Ronaldo í framlínunni.

O´Hara spurði Agbonlahor: „Hvort myndiru frekar vilja hafa Kane eða Ronaldo í bikarúrslitaleik?“

„Ég myndi hafa Kane. Það er enginn betri í að klára færi,“ svaraði Agbonlahor í talkSPORT.

Þessi ummæli vöktu mikla athygli og hafa margir svarað Agbonlahor og gagnrýnt hann á Twitter.

„Já það er rétt, ég man ekki eftir neinum úrslitaleik þar sem Ronaldo hafði áhrif. Kane er þó markamaskína á stærsta sviðinu.“ sagði einn aðdáandi kaldhæðnislega á Twitter.

„Harry Kane hefur tekið þátt í 4 úrslitaleikjum og skorað 0 mörk,“ sagði annar aðdáandi á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga
433Sport
Í gær

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Í gær

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er

Einbeiting United er á Mbeumo og ekkert annað eins og er