Manchester City á verðmætasta hópinn í enska boltanum ef mið er tekið af markaðsgengi sem Transfermarkt reiknar út.
Leikmannahópur Manchester City er metinn á 934 milljónir punda og er tæplega 100 milljónum punda verðmætari en hópur Manchester United.
United situ í öðru sætinu og er með 50 milljóna punda forskot á Chelsea sem situr í þriðja sætinu.
Liverpool á fjórða verðmætasta leikmannahóp deildarinnar samkvæmt Transfermarkt. Leikmannahópur Watford er í neðsta sætinu en hópur liðsins er metinn á tæpar 120 milljónir punda, tíu milljónum punda minna en Burnley sem situr í næst neðsta sæti.