Mino Raiola einn öflugasti umboðsmaður fótboltans veit að hann er með góða vöru í höndunum næsta sumar þegar Erling Haaland fer frá Dortmund.
Klásúla kemur upp í samningi Haaland við Dortmund þar sem honum er kleift að fara fyrir 70 milljónir punda.
Þar er ekki öll sagan sögð því Raiola vill fá 34 milljónir punda í sinn vasa til að gera samning við annað félag fyrir hönd Haaland.
Að auki vill Raiola að Haaland verði launahæsti leikmaður í heimi og fá 825 þúsund pund í laun á viku. Þessar kröfur setti hann á félög sem skouðu Haaland í sumar og mun ekki gefa neinn afslátt af þeim.
Manchester United, Manchester City, Real Madrid, PSG og fleiri félög eru sögð ætla að láta til skara skríð.