fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Grunnvatnsstaðan hefur aldrei verið lægri þrátt fyrir mikla bráðnun jökla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 09:00

Mynd: Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí og ágúst var vatnsrennsli í jökulám á hálendinu tvöfalt meira en í venjulegu árferði. Viðvarandi hitabylgja, einkum á norður- og austurlandi, veldur þar mestu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Andri Gunnarsson, verkfræðingur og teymisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun hafi staðfest þetta en hann hefur fylgst með vatnsbúskap landsins í rúman áratug.

Haft er eftir honum að vorið og sumarið hafi verið sérstakt að því leyti að lífseig hæð yfir Grænlandi í maí og júní hafi haldið köldu veðri yfir landinu í langan tíma og hafi leysingar því verið með minnsta móti. Í júlí og ágúst hafi staðan breyst en þá hlýnaði og jöklar fóru að bráðna hraðar.

Haft er eftir honum að umskiptin hafi verið svo mikil að Blöndulón, Hágöngur og Hálslón, sem eru helstu miðlunarlón landsins, hafi fyllst á réttum tíma síðsumars en í vor leit út fyrir að það myndi ekki gerast.

Lítil úrkoma frá síðasta hausti og fram á vor hafði í för með sér að afkoma grunnvatnsstýrðra vatnsfalla hefur verið lítil og það þýðir að Þórisvatn, sem er stærsta miðlunarlón Landsvirkjunar að flatarmáli, hefur staðið óvenjulega lágt. „Grunnrennslið hefur verið svo lítið í heilt ár að það stóra vatn hefur sjaldan verið vatnsminna – og ef fram heldur sem horfir, með hlýju hausti, má búast við að það slái met,“ er haft eftir Andra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum

Selfyssingur í vanda út af dularfullum niðursuðudósum
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum

Lögregla hafði afskipti af verulega ölvuðum 15 ára börnum
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra