fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Dularfullt andlát þriggja manna fjölskyldu – Ekkert vitað um dánarorsökina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. september 2021 06:02

Ellen Chung og John Gerrish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega tveimur vikum fundust John Gerrish, 45 ára, Ellen Chung, 30 ára, og eins árs dóttir þeirra, Muji, látin við svokallaða Lundyleið í Sierra þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Enn er ekki vitað hvað varð fjölskyldunni að bana. Vegna málsins og þess að ekki er vitað hvað varð fjölskyldunni að bana hafa yfirvöld ákveðið að loka tjaldsvæðum og annarri aðstöðu við þessa leið fram til 26. september.

The Guardian segir að á næstu vikum sé vonast til að hægt verði að komast til botns í hvað varð fjölskyldunni að bana. Hún fannst látin á gönguleiðinni þann 17. ágúst og var hundurinn þeirra dauður við hlið þeirra.

Ekki var neitt að sjá sem gat skýrt hvað hefði orðið þeim að bana og málin hafa ekki skýrst síðan fjölskyldan fannst. Lögreglan segir að þau hafi ekki verið myrt með vopni. Faðir Gerrish hefur sagt að hann trúi ekki að fjölskyldan hafi verið myrt.

„Við vitum að fjölskyldur og vinir John og Ellen bíða eftir svörum og við vinnum að rannsókn málsins allan sólarhringinn,“ segir Jeremy Briese, lögreglustjóri.

The Guardian segir að í fyrstu hafi lögreglan rannsakað hvort gas úr nærliggjandi námum hafi orðið fjölskyldunni að bana eða þörungaeitrun úr Mercedánni. Niðurstöður efnarannsókna liggja ekki fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum