Karlalandslið Portúgal og Írlands áttust við í fótbolta í gærkvöldi. Írar komust yfir í lok fyrri hálfleiks og virtist leikurinn ætla falla þeim í vil þangað til Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði þar með sínu liði sigur. Það varð til þess að hann varð markahæsti landsliðsmaður í fótbolta frá upphafi.
Sumir hafa þó velt því fyrir sér hvort Ronaldo hafi átt að fá rautt spjald fyrr í leiknum. Hann brenndi nefnilega af víti í upphafi leiks, og í kjölfarið sló hann til Dara O‘Shea, leikmanns Írlands. Írinn brást við líkt og högg Ronaldo hafi verið þyngra en það lítur út fyrir að vera.
Svo virðist vera sem dómarinn hafi ekki tekið eftir atvikinu, en áhorfendur létu það ekki fram hjá sér fara, og létu margir þá skoðun sína í ljós að portúgalska knattspyrnustjarnan hefði átt að fá rautt spjald.
Sitt sýnist hverjum, en hér má sjá myndband af atvikinu:
„He probably shouldn’t raise his arms but it’s nothing dangerous.“
Was Cristiano Ronaldo fortunate to stay on the pitch after raising his hands to Dara O’Shea before he missed his first-half penalty? 👀 pic.twitter.com/tvAvSV1o7Z
— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 2, 2021
Ronaldo hefur verið mikið í deiglunni síðustu daga, eftir félagsskipi hans til Manchester United, þar sem hann spilaði á árum áður, en einnig vegna gamalla ásakana um kynferðisbrot sem hafa verið dregin fram í sviðsljósið.