fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Slæmar horfur – Líkur á fleiri heimsfaröldrum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir hissa á því hversu miklar afleiðingar það getur haft að veirur berist úr dýrum í fólk og verði að heimsfaraldri eins og yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Slæmu fréttirnar eru að þetta getur gerst aftur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Duke háskólann. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá eru líkurnar á að heimsfaraldur, á borð við yfirstandandi heimsfaraldur, brjótist út tvö prósent á ári. Einnig komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líkurnar á faröldrum fari vaxandi því við finnum sífellt fleiri veirur í náttúrunni sem geta hugsanlega þróast og orðið að faröldrum síðar.

Vísindamennirnir fóru í gegnum vísindaleg gögn og bókmenntir sem vísa til stórra faraldra síðustu fjórar aldirnar. Út frá þessu gerðu þeir gagnagrunn um alla heimsfaraldra sem þeir fundu. Í gagnagrunninum eru þekktir sjúkdómar á borð við kóleru og bólusótt.

Vísindamennirnir segja að líkurnar á nýjum faröldrum aukist því við séum sífellt að uppgötva nýjar veirur sem geta borist úr dýrum í fólk. Ekki er þó vitað hvort við erum einfaldlega orðin betri í að finna þessar veirur eða hvort þeim fari fjölgandi. En meðal þeirra raka  sem hafa verið sett fram fyrir auknum líkum á heimsfaröldrum er að eftir því sem jarðarbúum fjölgi þá ferðist fólk meira og umgangist náttúruna í meiri mæli en áður. Þá séu líkur á að veirur berist í fólk þegar skógar eru ruddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal