fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Pressan

Slæmar horfur – Líkur á fleiri heimsfaröldrum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 06:59

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust eru margir hissa á því hversu miklar afleiðingar það getur haft að veirur berist úr dýrum í fólk og verði að heimsfaraldri eins og yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Slæmu fréttirnar eru að þetta getur gerst aftur.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Duke háskólann. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá eru líkurnar á að heimsfaraldur, á borð við yfirstandandi heimsfaraldur, brjótist út tvö prósent á ári. Einnig komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að líkurnar á faröldrum fari vaxandi því við finnum sífellt fleiri veirur í náttúrunni sem geta hugsanlega þróast og orðið að faröldrum síðar.

Vísindamennirnir fóru í gegnum vísindaleg gögn og bókmenntir sem vísa til stórra faraldra síðustu fjórar aldirnar. Út frá þessu gerðu þeir gagnagrunn um alla heimsfaraldra sem þeir fundu. Í gagnagrunninum eru þekktir sjúkdómar á borð við kóleru og bólusótt.

Vísindamennirnir segja að líkurnar á nýjum faröldrum aukist því við séum sífellt að uppgötva nýjar veirur sem geta borist úr dýrum í fólk. Ekki er þó vitað hvort við erum einfaldlega orðin betri í að finna þessar veirur eða hvort þeim fari fjölgandi. En meðal þeirra raka  sem hafa verið sett fram fyrir auknum líkum á heimsfaröldrum er að eftir því sem jarðarbúum fjölgi þá ferðist fólk meira og umgangist náttúruna í meiri mæli en áður. Þá séu líkur á að veirur berist í fólk þegar skógar eru ruddir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra

Þessi fjöldi rekkjunauta gerir þig aðlaðandi í augum annarra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“

Fluttu saman á nýja heimilið og eiginmaðurinn gerði þetta við aukalykilinn – „Þetta er stjórnsemi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu

Starfaði sem ritari hjá sama fyrirtækinu í 67 ár – Sagði engum frá leyndarmáli sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara

Við hreyfum okkur meira ef við erum með skrefateljara
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina

Heyrði tónlist sem enginn annar heyrði – Læknum brá mjög þegar þeir fundu orsökina
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fengu loftstein í gegnum þakið

Fengu loftstein í gegnum þakið