fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Kona suður með sjó vill skilnað – „Stuttu eftir giftingu fór stefndi að sýna stefnanda árásargirni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alloft hafa komið upp í fjölmiðlum mál sem sýna hvað það getur verið erfitt að fá lögskilnað ef hjón eru ekki ásátt um að fara þá leið. Á hinn bóginn er að finna í hjúskaparlögum grein sem bendir til þess að auðveldara sé að fá skilnað að borði og sæng. 34. gr. hjúskaparlaga er eftirfarandi:

„Maki, sem telur sig ekki geta haldið áfram hjúskap, á rétt á skilnaði að borði og sæng.“

Á grundvelli þessarar greinar hefur kona ein sem býr í þorpi á Suðurnesjum sótt um skilnað að borði og sæng frá eiginmanni sínum, sem hún veit ekki hvar er niðurkominn. Tilkynning um stefnu vegna málsins var birt í Lögbirtingablaðinu á föstudag.

Hjónin eru bæði erlend. Konan er frá Póllandi en maðurinn frá Egyptalandi. Þau hófu sambúð hér á landi í júlí árið 202o og giftust í september sama ár. Samkvæmt stefnunni fór maðurinn að sýna af sér árásargirni fljótlega eftir giftinguna: „Stuttu eftir giftingu fór stefndi að sýna stefnanda árásargirni og atferli sem benti til þess að aðalástæða stefnda fyrir hjúskap væri dvalarleyfi“ segir orðrétt í stefnunni.

Konan sleit sambúðinni í desember 2020 og hóf sambúð með öðrum manni í janúar á þessu ári. Eiginmanni hennar mun var kunnugt um það samband. Í sama mánuði óskaði hún eftir skilnaði að borð og sæng hjá Sýslumanninum á Suðurnesjum. Eiginmaðurinn kom til viðtals hjá sýslumanni í febrúar og neitaði konunni þar um skilnað. Sýslumaður vísaði málinu frá.

Konan ákvað þá að stefna manninum fyrir héraðsdóm og er þess krafist að henni verði veittur skilnaður að borði og sæng. Ekki hefur tekist að finna manninn til að birta honum stefnuna og er talið að hann sé farinn úr landi. Þess vegna er stefnan birt í Lögbirtingablaðinu.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness þann 29. september og í tilkynningunni er skorað á manninn að mæta fyrir dómi. Það kemur síðan í ljós síðar í haust, eftir því sem málinu vindur fram fyrir dómi, hvort konan fær skilnað að borði og sæng frá manni sem hún býr ekki með og veit ekki hvar er niðurkominn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“