fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Hungraður ísbjörn komst upp í bátinn – Myndband

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 14:15

Skjáskot úr myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfn grænlensks fiskibáts brá heldur betur í brún á sunnudaginn þegar hungraður ísbjörn komst um borð í bátinn þar sem hann var við Mestervig við norðausturströnd landsins. Skipstjórinn, Niels P. Kristensen, tók meðfylgjandi myndband af birninum.

Það er ljóst á upptökunni að honum er brugðið enda skelfur síminn jafn mikið og síminn. Ísbjörninn starir á hann niður um lúguna og sleikir út um, hugsar sér eflaust gott til glóðarinnar. „Hann er þarna,“ segir Niels og hljómar eins og hann eigi erfitt með að trúa því að ísbjörn sé um borð í bátnum hans.

 

Knr.gl skýrði fyrst frá málinu.

Fram kemur að matsveinninn hafi verið að elda þegar hann sá ísbjörninn á dekkinu. Hann hafði margoft synt upp að bátnum dagana á undan en hugsanlega hefur matarilmurinn gert hann harðákveðinni í að komast um borð þennan dag og tókst honum að klifra upp í bátinn.

„Ég lokaði dyrunum og fór inn í eldhúsið með riffil. Ég skaut upp í loftið en það hræddi hann ekki. Hann kom ekki niður, sýndi engan áhuga,“ sagði hann í samtali við Qanorooq.

Ekki er heimilt að fella ísbirni nema í ítrustu sjálfsvörn og að lokum varð áhöfnin að fá þyrlu til að koma á vettvang og fæla björninn úr bátnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?