fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Grunur um eiturefnaárás í þýskum háskóla – Útlimirnir urðu bláir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 07:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö manns veiktust eftir að hafa borðað og drukkið í eldhúsum í Darmstadt tækniháskólanum í Þýskalandi. Lögregluna grunar að eitrað hafi verið fyrir fólkinu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að lögreglan í Hesse hafi skýrt frá því að bæði nemendum og starfsfólki hafi orðið óglatt og útlimir þess orðið bláir eftir að fólkið notaði eldhúsaðstöðu í skólanum á mánudaginn.

Sex hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsinu í Darmstadt og einn, þrítugur stúdent, var í lífshættu en læknar náðu tökum á ástandi hans á mánudagskvöldið.

Sérstakur rannsóknarhópur, sem rannsakar venjulega morð, hefur tekið við rannsókn málsins og vinna 40 lögreglumenn við rannsóknina. Grunur leikur á að eitur hafi verið sett í og á mjólkur- og vatnsflöskur um helgina. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvaða eitur var notað en talsmaður hennar sagði að það væri banvænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað