fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Átta mörk á Selfossi – Þróttur vann Þór/KA

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 20:08

Magdalena Anna Reimus gerði tvö mörk fyrir Selfoss. Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 15. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld.

Selfoss 6-2 ÍBV

Selfoss vann stórsigur á ÍBV á heimavelli sínum.

Heimastúlkur voru 3-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Kristrúnu Rut Antonsdóttur, Brenna Lovera og Þóru Jónsdóttur.

Caity Heap gerði fjórða mark Selfyssinga eftir klukkutíma leik. Stuttu síðar minnkaði Þóra Björg Stefánsdóttir muninn fyrir Eyjakonur með marki af vítapunktinum.

Viktorija Zaicikova lagaði stöðuna enn frekar fyrir gestina stuttu síðar. 4-2.

Magdalena Anna Reimus gerði hins vegar tvö mörk fyrir heimakonur á síðustu tíu mínútum leiksins. Lokatölur 6-2.

Selfoss er í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.

ÍBV er í sjöunda sæti með 16 stig. Liðið hefur leikið leik minna en Selfoss.

Þróttur Reykjavík 1-0 Þór/KA

Þróttur vann sigur á Þór/KA. Leikið var í Laugardalnum.

Dani Rhodes gerði eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks.

Þróttur er í þriðja sæti með 25 stig, 6 stigum á eftir Breiðabliki, eftir 15 leiki.

Þór/KA er í sjötta sæti með 16 stig, 6 stigum fyrir ofan fallstæti. Fylkir, sem er þar eins og er, á þó tvo leiki til góða á Akureyringa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“

Skattahækkanir í Bretlandi ástæða þess að ríka fólkið er að flýja – „Þegar maður sér kerfi sem eru að hrynja, þá spyr maður sig“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér