fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Varð YouTube-stjarna og var hylltur fyrir hetjudáð – Nú situr hann í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 05:59

Caleb McGillvary og Jimmy Kimmel. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir níu árum vakti saga Caleb McGillvarys mikla athygli eftir viðtal við KMPH News sjónvarpsstöðina í Fresno í Kaliforníu. Í samtali við fréttamanninn Jessob Reisbeck kynnti hann sig sem Kai.

Af mikilli innlifun sagði hann frá því að hann hefði húkkað sér far með manni sem ók síðan á vegavinnumann og réðst síðan á konu. Kai sagði frá þessu öllu með miklum tilburðum og lýsti því hvernig hann hefði stormað fram til að bjarga konunni og hefði lamið árásarmanninn í hnakkann með öxi.

Viðtalið var síðan birt á YouTube og milljónir manna hafa horft á það. Margir höfðu samúð með Kai sem var heimilislaus og sagðist ekki vita hversu gamall hann væri og að hann ætti enga fjölskyldu. Hann var fenginn í viðtal hjá spjallþáttastjórnandanum Jimmy Kimmel og í fjölda annarra fjölmiðla. Kimmel sagði að Kai væri svo mikið góðmenni að hann ætti að sækja um starf sem páfi!

En hetjuljóminn féll fljótlega í skuggann fyrir morðákæru. Aðeins þremur mánuðum síðar komst Kai, sem var þekktur á samfélagsmiðlum sem „Puttalingurinn með öxina“, aftur í fréttirnar en nú fyrir morð. Hann var þá handtekinn, grunaður um að hafa myrt Joseph Galfy, 73 ára lögmann, í New Jersey.

Þeir hittust á Times Square í New YorkGalfy bauð Kai að gista heima hjá sér. Tveimur dögum síðar var Galfy látinn og skömmu síðar var Kai handtekinn.

Galfy var rifbeinsbrotinn, höfuðkúpubrotin og með fjölda annarra áverka að sögn lögreglunnar. Kai sagðist hafa veitt honum þessa áverka í sjálfsvörn þegar Galfy ætlaði að beita hann kynferðislegu ofbeldi. Þessari frásögn var ekki trúað og Kai var dæmdur í 57 ára fangelsi 2019. Hann hefur síðan barist fyrir frelsi sínu en í síðustu viku tapaði hann áfrýjun í málinu og sér því fram á að eyða næstu áratugum bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér