fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Flytja íbúa og ferðamenn á brott frá skógareldum á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 06:44

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk yfirvöld hafa fyrirskipað rúmlega 400 manns að yfirgefa heimili sín, hótel og tjaldsvæði nærri Campomarion við Adríahafsströnd landsins. Ástæðan er að skógareldar nálgast svæðið.

Eldurinn breiðist hratt út og mikill reykur fylgir honum. Nú þegar hafa mörg hús orðið eldi að bráð. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á jörðu niðri og njóta aðstoðar sérhannaðrar slökkviflugvélar og þyrlu.

Skógareldar hafa herjað síðustu daga í suðurhluta landsins og á Sikiley og Sardiníu. Mikill hiti, þurrkar og vindur gera að verkum að eldarnir breiðast leifturhratt út. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni.

Ítalir búa sig nú undir hitabylgju næstu daga en samhliða henni getur hættan á skógareldum aukist. Spáð er allt að 45 stiga hita á morgun og miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því