fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Flytja íbúa og ferðamenn á brott frá skógareldum á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. ágúst 2021 06:44

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítölsk yfirvöld hafa fyrirskipað rúmlega 400 manns að yfirgefa heimili sín, hótel og tjaldsvæði nærri Campomarion við Adríahafsströnd landsins. Ástæðan er að skógareldar nálgast svæðið.

Eldurinn breiðist hratt út og mikill reykur fylgir honum. Nú þegar hafa mörg hús orðið eldi að bráð. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á jörðu niðri og njóta aðstoðar sérhannaðrar slökkviflugvélar og þyrlu.

Skógareldar hafa herjað síðustu daga í suðurhluta landsins og á Sikiley og Sardiníu. Mikill hiti, þurrkar og vindur gera að verkum að eldarnir breiðast leifturhratt út. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni.

Ítalir búa sig nú undir hitabylgju næstu daga en samhliða henni getur hættan á skógareldum aukist. Spáð er allt að 45 stiga hita á morgun og miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“