fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Stórfurðulegt myndband Sigmundar Davíðs vekur mikla athygli – „Á hvað var ég að horfa?“ – „Ég skil ekkert“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 20:15

Skjáskot/Instgram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, borðar hrátt nautahakk með fingrunum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter. Myndbandið er vægast sagt stórfurðulegt en þar má sjá Sigmund opna pakkningu af hráu nautahakki og borða það með því að nota ekkert nema guðsgafflana.

Sigmundur birti myndbandið á Instagram-síðu sinni fyrr í dag. „Þegar maður er úti í náttúrunni og enga leið til að elda… er mikilvægt að kjötið sé ÍSLENSKT,“ segir Sigmundur í texta sem sjá má í myndbandinu.

Haukur nokkur birti myndbandið á Twitter og fór það í kjölfarið á mikið flug á þeim miðli.

Töluverður fjöldi fólks hefur endurbirt myndbandið á sinni Twitter-síðu og tjáð sig um það. Ljóst er að það hefur vakið mikla furðu landsmanna. „Á hvað var ég að horfa? Í hvaða samhengi var þetta gert? Í hvaða tilgangi? Hann er líka að gjörsamlega negla þessu í grímuna á sér. Ég skil ekkert,“ segir til að mynda einn netverji á Twitter.

Jón Bjarni, eitt vinsælasta ungstirni íslenska Twitter-heimsins hér á landi um þessar mundir, er á meðal þeirra sem tjá sig um málið. „Þetta er ástæðan af hverju Miðflokkurinn er bestur,“ segir hann.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, laganemi og skipuleggjandi Druslugöngunnar, segir einnig sína skoðun á myndbandinu. „Ég neita að trúa því að þetta sé gott fyrir einhvern,“ segir Kolbrún. Heiðar nokkur er með athyglisverða kenningu í athugasemd við færslu Kolbrúnar, það er að með myndbandinu sé Miðflokkurinn að sækja atkvæði þeirra sem eru á móti veganisma.

„SDG sestur, jeppinn í gangi, einhver á upptökunni segir „ok“ og svo tekur við leiksigur manns að njóta íslenskra kjötafurða. Ooooog þúsund anti-vegan (markhópur miðflokks) atkvæði í hús,“ segir Heiðar.

Eva nokkur er á meðal þeirra sem endurbirtir færsluna en hún minnir fólk á þá stöðu sem Sigmundur var í hér á landi fyrir nokkrum árum. „Þessi maður var forsætisráðherrann okkar í heil þrjú ár. Bara svona ef að einhver skyldi vera búinn að gleyma,“ segir hún.

„Maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigmundur vekur athygli fyrir að borða hrátt nautahakk. Í janúar árið 2017 vakti það mikla athygli þegar hann sýndi nestið sem hann tók með sér á alþingi, hrátt nautahakk og kex. „Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill,“ sagði Sigmundur í Facebook-færslunni þar sem hann sýndi frá nestinu sínu.

Athygli vekur að í myndbandinu er Sigmundur ekki með kex, hann virðist því vera búinn að einfalda sitt einfalda nesti til muna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“