fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Óvenjulegur póstur deildarstjóra Landspítalans vekur furðu – „Þessir skrattakollar hringja 24/7“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, sendi tölvupóst á alla stjórnendur spítalans í gær þar sem hann segir þeim að svara ekki fjölmiðlum. Þá er fjölmiðlafólk kallað „skrattakollar“ í póstinum. Vísir fékk innihald póstsins sent til sín og fjallaði um málið.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, skrifaði fréttina um málið og segir þar að brösulega hafi gengið fyrir fjölmiðilinn að fá svör frá spítalanum í dag. „Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum,“ segir Kolbeinn í fréttinni.

Heimildir Vísis herma að tölvupósturinn sem um ræðir hafi verið sendur út í gærkvöldi. Þá segir í fréttinni að töluverðar umræður hafi myndast á meðal stjórnanda á spítalanum í kjölfar tölvupóstsins og að margir þeirra séu ósáttir við tilmælin sem þar koma fram.

Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, kom sinni skoðun á málinu á framfæri í fréttinni. Þar furðar hann sig á tilmælunum sem stjórnendur spítalans fengu frá deildarstjóranum. „Stjórnendur Landspítalans hafa staðið sig frábærlega við upplýsingagjöf til almennings, sem hefur aukið skilning fólks á kórónuveirunni og aðgerðum stjórnvalda undanfarið eitt og hálft ár,“ segir Þórir.

„Það er óskiljanlegt ef spítalinn ætlar nú, þegar við stöndum á krossgötum í heimsfaraldrinum, að múlbinda marga af helstu sérfræðingum þjóðarinnar. Með því er hann beinlínis að skrúfa fyrir upplýsingaflæði til almennings á versta tíma.“

Hér fyrir neðan má sjá tölvupóstinn sem um ræðir í heild sinni:

„Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir.

Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu.

Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð.

En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu.

Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint.

Safnast þegar saman kemur!

Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum — á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni.

Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta).

Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru.

Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda.

Nú skulið þið hvíla ykkur.

Baráttukveðjur,

-Stefán Hrafn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd