fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Ný rannsókn – Væg veikindi barna af völdum kórónuveirunnar og skammvinn eftirköst

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að fá börn veikjast alvarlega af COVID-19 í kjölfar kórónuveirusmits. Það sama á við um langtímaáhrif smits, þau eru sjaldgæf hjá börnum. Algeng einkenni hjá börnum eru höfuðverkur og þreyta. Tvö af hverjum þremur börnum fá engin sjúkdómseinkenni.

Það voru vísindamenn við Kings College London sem gerðu rannsóknina en hún hefur verið birt í læknaritinu The Lancet.

Rúmlega 200.000 börn, smituð af kórónuveirunni og ekki, tóku þátt í rannsókninni. Tvö af hverjum þremur, sem greindust með veiruna, fengu engin sjúkdómseinkenni. 1.734 börn, sem greindust með veiruna og fengu sjúkdómseinkenni, voru tekin til sérstakrar rannsóknar. Þau eru á aldrinum 5 til 17 ára.

Helstu niðurstöðurnar voru að tæplega 1 af hverjum 20 var með sjúkdómseinkenni í meira en fjórar vikur. 1 af hverjum 50 var með einkenni í meira en átta vikur. Hjá þeim sem glímdu við langvarandi áhrif smits dró smám saman úr þeim. Flest börnin náðu sér á um sex dögum. Algengustu sjúkdómseinkennin voru höfuðverkur og þreyta. Sum eldri barnanna glímdu einnig við skert lyktar- og bragðskyn.

Í stuttu máli sagt þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar að börn glíma sjaldan við langvarandi veikindi af völdum COVID-19. Veikindi barna eru yfirleitt skammvinn og einkennin eru væg. Sum börn glíma þó við sjúkdómseinkenni eftir að þau eru laus við smitið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir