fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

16 ára knattspyrnumaður lést í bílslysi

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 31. júlí 2021 17:30

Noah Gesser.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noah Gesser lést í bílsslysi í gær. Hann var aðeins 16 ára gamall og lék fyrir unglingalið Ajax í Hollandi. Hann var með 18 ára bróður sínum í bíl þegar slysið átti sér stað. Hann lést einnig.

Ajax gaf út frá sér tilkynningu vegna málsins í dag. Þar var tekið fram að mínútu þögn yrði haldin fyrir æfingaleiki Aðal -og varaliðsins í dag. Einnig munu leikmenn bera sorgarbönd.

Yfirlýsing Ajax

Ajax hefur fengið þau hræðulegu tíðindi að Noah Gasser sé látinn. Þessi 16 ára gamli leikmaður lést í bílsslysi ásamt bróður sínum á föstudagskvöld.

Mínútu þögn verður haldin fyrir leiki dagsins og munu leikmenn Ajax bera s0rgarbönd. Þar að auki verður flaggað í hálfa stöng á Toekomst-æfingasvæðinu.

Ajax er í sárum vegna þessa sorglega atburðar. Félagið vottar öllum ástvinum innilegrar samúðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga