fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Svartur sveppur verður mörg þúsund COVID-19-sjúklingum að bana

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. ágúst 2021 17:30

Sjúklingur á indversku sjúkrahúsi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 45.000 Indverjar hafa veikst af sjúkdómi sem er kallaður „svartur sveppur“ síðustu tvo mánuði. Á fimmta þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins sem er sýking sem leggst á fólk. Þessi sýking kemur ofan í heimsfaraldur kórónuveirunnar sem herjar af miklum þunga á Indlandi. Flestir hinna látnu er fólk sem var að jafna sig af COVID-19.

Svartur sveppur, sem heitir mucormycosis, hefur lengi verið landlægur á Indlandi en víðs fjarri því að vera algengur. En tilfellum hans hefur fjölgað mikið í heimsfaraldrinum og hefur sveppurinn lagst sérstaklega mikið á fólk sem er að jafna sig af COVID-19.

Sjúkdómurinn er mjög ágengur og fer illa með fólk. Læknar hafa neyðst til að fjarlægja augu, nef og kjálka af sjúklingum til að koma í veg fyrir að sveppurinn breiðist út og nái til heilans.  

Samkvæmt opinberum tölum er sjúkdómurinn útbreiddastur í Maharashtra en þar hafa tæplega 10.000 tilfelli verið skráð.

Áður en heimsfaraldurinn skall á komu að meðaltali upp 20 tilfelli af svörtum sveppi á ári og aðeins fólk með mjög lélegt ónæmiskerfi átti á hættu að látast af völdum sjúkdómsins. En nú er sagan önnur og mörg þúsund manns hafa smitast. Sérfræðingar telja að það megi rekja til mikillar notkunar á sterum í meðferð á COVID-19-sjúklingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi