fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Ágústa fer með sjö manna fjölskyldu til Spánar – Börnin munu fá heimakennslu

„Ég trúi að lífið leiði okkur þangað sem við viljum og þurfum að fara“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Ágústa Margrét Arnardóttir og Guðlaugur Birgisson eru á leiðinni til Spánar í nokkrar vikur með fimm börn sín á aldrinum 10 mánaða til 12 ára. Það væri í sjálfu sér kannski ekki frásagnarvert, nema að þau hafa ekki pantað heimferðina og börnin sem eru í skóla munu fá heimakennslu, svokallaða „world- eða wildschooling.“ Ágústa var í viðtali við Austurfrétt þar sem hún sagði frá hvað varð til þess að þau tóku ákvörðun um þessa ævintýraferð.

Ágústa og Guðlaugur ráku hvort sitt fyrirtækið sem og sjö manna heimili. „Ómeðvitað notuðum við orðið „bíddu“ og „seinna“ allt of oft við börnin en sem betur fer gerðust atburðir sem urðu til þess að ég áttaði mig á því hve hratt tíminn líður, börnin er börn í stuttan tíma, lífið er núna og eins gott að ná því besta úr því,“ segir Ágústa í viðtalinu við Austurfrétt.

Mynd: Úr einkasafni

„Við Guðlaugur tókum því sameiginlega ákvörðun að einbeita okkur frekar að einu fyrirtæki í einu og skapa lífsstíl sem hentar okkur öllum betur. Ég ákvað því að staldra við og hugsa allt sem snýr að mér, mínum frama og fjölskyldunni upp á nýtt og gera breytingar. Markþjálfari hjálpaði mér mikið í þessu ferli, ég féll algjörlega fyrir faginu og skellti mér í háskólanám í því.“

Mynd: Úr einkasafni

Í viðtali við DV segir Ágústa að þau þau ætli að vera í nokkrar vikur, en þau hafa ekki pantað heimferðina. „Við erum með börnin hér i skola og maðurinn minn í vinnu en við nýtum fæðingarorlofið hans í þessa ferð. Við erum svo að skipuleggja aðra ferð á annan stað síðar á árinu. Og erum undanfarið ár buin að vinna að því að byggja upp lífstíl, skipuleggja störfin, heimilið, fjárhag, fyrirtæki og ótal margt annað þannig að við getum verið i bland hér heima og á flakki.“

Mynd: Úr einkasafni

Ágústa fór fyrst erlendis 19 ára og bjó á nokkrum stöðum þar til hún var 27 ára, þá kom hún heim, eignaðist börn og ætlaði alltaf að flækjast meira um heiminn.

Mynd: Úr einkasafni

„En svo fór lífið, skyldur, heimilið, atvinnur og fleira að flækjast fyrir ferðaplönunum og ekkert varð úr neinu. Þannig að þetta er alveg stórt skref og margt sem þarf að huga að og ég er náttúrulega ótrúlega spennt að sjá hvort þetta virki. Meginhvatinn af þessum lífstíl er að ég vil eyða meiri tíma með fjölskyldunni og vil að börnin kynnist heiminum, og læri meira en íslenska skólakerfið býður upp á. Ég get ekki hugsað mér að þeirra 10 ára grunnskólaganga (rúmlega 20 ára tímabil sem ég verð með börn alls i grunnskóla) verði eingöngu hér.“

Mynd: Úr einkasafni

Mynd: Úr einkasafni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Í gær

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“