fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Stal demöntum að verðmæti 715 milljóna og setti steina í staðinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 20:00

Engin smásmíði þessi. Mynd:Gem Diamonds

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lulu Lakatos þóttist vera sérfræðingur varðandi demanta og þóttist rannsaka og verðmeta sjö demanta í sýningarsal Boodles í New Bond Street í Mayfair í Lundúnum í mars 2016. Á meðan hún þóttist vera að skoða demantana stakk hún þeim á sig og setti litla steina í þeirra stað, eiginlega bara möl eins og notuð er í garða og innkeyrslur.

Demantarnir, eða öllu heldur steinarnir, voru settir í lokaða buddu og átti að geyma þá í peningaskáp Boodles þar til greiðsla væri innt af hendi. En demantasérfræðingur fyrirtækisins fylltist grunsemdum og fór að skoða málið. Þegar buddan var opnuð voru bara sjö litlir steinar í henni.

Þetta kom fram fyrir dómi í Southwark í síðustu viku en réttarhöld standa nú yfir í málinu. The Guardian skýrir frá þessu.

Saksóknarinn sagði að um vel útfærðan þjófnað hafi verið að ræða. Lakatos, sem er sextug, fæddist í Rúmeníu en bjó í Frakklandi þegar hún stal demöntunum, neitaði að hafa tekið þátt í samsæri um að stela demöntunum. Hún var handtekin í Frakklandi í september á síðasta ári og framseld til Bretlands.

Demantarnir sjö voru að verðmæti 4,2 milljóna punda en það svarar til um 715 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig