fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

COVID-19 sjúklingur dulbjó sig sem konu til að geta ferðast flugleiðis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 21:30

Konur í niqab. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesískur karlmaður, sem ætlaði flugleiðis frá Jakarta til Ternate í Indónesíu, greip til þess ráðs að klæðast fötum  af eiginkonu sinni og nota skilríki hennar. Ástæðan var að hann hafði greinst með COVID-19 og mátti því ekki ferðast.

CNN segir að maðurinn hafi farið um borð í flugvélina á flugvelli í Jakarta og hafi verið klæddur í niqab, sem er klæðnaður sem sumar múslímskar konur klæðast en hann hylur þær frá toppi til táar. Hann notaði skilríki eiginkonunnar og neikvæða niðurstöðu úr PCR-sýnatöku hennar til að komast um borð.

En þegar um borð var komið brá maðurinn sér á salernið og kom út í karlmannsfötum. Þessu tók flugfreyja ein eftir og gerði lögreglunni viðvart. Maðurinn var því handtekinn þegar vélin lenti í Ternate. Hann var strax fluttur í sýnatöku og reyndist vera með COVID-19.

Maðurinn var fluttur í sóttkvíarhús þar sem hann verður látinn dvelja þar til veikindin eru afstaðin. Að því loknu er stefnan að færa hann fyrir dómara en hann verður ákærður fyrir athæfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Í gær

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Í gær

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við