fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fundu 43 lík í Arizona

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:59

Eyðimörkin er ekki auðveld yfirferðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní fundust 43 lík af ólöglegum innflytjendum sem voru á leið til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Mánuðurinn var heitasti júnímánuður sögunnar í Phoenix en hitinn fór margoft yfir 43 gráður en það er svipaður hiti og er venjulega í Sonoraneyðimörkinni.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu samtökin Humane Borders sem hafi skráð líkfundina út frá gögnum frá réttarmeinafræðingum í Tucson.

Þetta eru óvenjulega mörg dauðsföll í einum mánuði en þeim fjölgaði einnig í Texas í júní en þar hefur verið óvenjulega heitt í sumar.

Af þessum 43 höfðu 16 verið látnir í einn dag þegar þeir fundust og 13 í tæplega viku. Ekki er vitað hvenær hinir létust en skráningarnar miðast við hvenær líkin finnast.

Á fyrri helmingi ársins fundust 127 lík en voru 96 á sama tíma á síðasta ári.

Embættismenn í Texas segja að fleiri ólöglegir innflytjendur hafi látist á þessu ári en síðustu ár í tilraunum sínum við að komast til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“