fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Fundu 43 lík í Arizona

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. júlí 2021 05:59

Eyðimörkin er ekki auðveld yfirferðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní fundust 43 lík af ólöglegum innflytjendum sem voru á leið til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Mánuðurinn var heitasti júnímánuður sögunnar í Phoenix en hitinn fór margoft yfir 43 gráður en það er svipaður hiti og er venjulega í Sonoraneyðimörkinni.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu samtökin Humane Borders sem hafi skráð líkfundina út frá gögnum frá réttarmeinafræðingum í Tucson.

Þetta eru óvenjulega mörg dauðsföll í einum mánuði en þeim fjölgaði einnig í Texas í júní en þar hefur verið óvenjulega heitt í sumar.

Af þessum 43 höfðu 16 verið látnir í einn dag þegar þeir fundust og 13 í tæplega viku. Ekki er vitað hvenær hinir létust en skráningarnar miðast við hvenær líkin finnast.

Á fyrri helmingi ársins fundust 127 lík en voru 96 á sama tíma á síðasta ári.

Embættismenn í Texas segja að fleiri ólöglegir innflytjendur hafi látist á þessu ári en síðustu ár í tilraunum sínum við að komast til Bandaríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum
Fundu 43 lík í Arizona

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn