fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru fimmmenningarnir sem Ingó Veðurguð krefur um bætur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. júlí 2021 04:19

Ingó Veðurguð og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar, sem er þekktur sem Ingó Veðurguð, tekið að sér að senda fimm manns kröfubréf þar sem farið er fram á að viðkomandi biðji Ingó afsökunar á ærumeiðandi ummælum í hans garð, dragi þau til baka og greiði honum miskabætur og lögfræðikostnað. Allt á þetta fólk það sameiginlegt að hafa tjáð sig um meinta refsiverða háttsemi Ingó í garð kvenna.

Vísir.is skýrir frá þessu og segist hafa heimildir fyrir að þeir sem um ræðir séu: Edda Falak áhrifavaldur, Erla Dóra Magnúsdóttir blaðamaður hjá DV, Kristlín Dís Ingilínardóttir blaðamaður hjá Fréttablaðinu, Ólöf Tara Harðardóttir sem er meðal þeirra sem eru í forsvari fyrir baráttuhópinn Öfga og Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, viðskiptafræðingur, markaðsstjóri, baráttumaður og fyrrum framkvæmdastjóri Pírata.

Í gærkvöldi lýsti Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, því yfir að hann muni greiða lögfræðikostnað þeirra sem fá kröfubréf frá Ingó.

Eftir að umræðan um mál tengd Ingó fór á mikið flug fyrir nokkru sagði Ingó að hann myndi leita réttar síns gegn þeim sem hafa tjáð sig óvarlega um hann á Internetinu.

Lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði í samtali við RÚV í gær að sérstök kæra verði lögð fram hjá lögreglunni vegna baráttuhópsins Öfga sem birti nafnlausar frásagnir 32 kvenna af meintu ofbeldi Ingós í þeirra garð. Beinist sú kæra ekki að forsvarsmönnum Öfga heldur að þeim sem standa á bak við nafnlausu sögurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar

Síminn sektaður fyrir ólöglegar auglýsingar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“