fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Snapchat-perrinn Hörður ræðir við DV –„Ábyrgðin er foreldranna. Ég er heiðarlegur maður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Sigurjónsson, sem hefur fengið viðurnefnið Snapchat-perrinn, vegna látlausrar áreitni sinnar við börn og unglinga á samfélagsmiðlinum Snapchat, neitar því að hafa gert nokkuð rangt og skellir skuldinni á foreldra barnanna.

Hörður hefur undanfarna mánuði sent fjölda barna og unglinga klámfengin skilaboð á samfélagsmiðlinum og í sumum tilvikum myndir af kynfærum sínum. Hann hefur einnig gert árangurslausar tilraunir til að hitta einhver barnanna. Í samtali við DV segist Hörður hafa talið sig vera að ræða við fullorðna einstaklinga og segir ábyrgðina liggja hjá foreldrum.

Hörður er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður en árið 2006 gekk hann í tálbeitugildru fréttaskýringaþáttarins Kompáss og var meðal karlmanna sem vildu hitta 13 ára stúlku. Árið 2009 var hann handtekinn vegna stórfellds fíkniefnasmygls í Argentínu.

„Hver er ábyrgð foreldra í þessu þjóðfélagi varðandi það að láta börnum sínum í té tæki til að nota á samskiptamiðlum og láta það algjörlega átölulaust að þau séu á einhverju Snapchatti?“ segir Hörður í viðtali við DV.

Sjá einnig: Gistihússeigandi segir að Snapchat-perrinn Hörður sé í afneitun

Hörður segist hafa uppgötvað kynferðisofbeldi gegn 13 ára stúlku og tilkynnt til lögreglu sem hafi ekki hirt um að rannsaka málið:

„Mér er spurn. Ég biðst griða og lýsi því yfir að ég hef meðal annars uppgötvað kynferðislega misnotkun á 13 ára barni en lögreglan í Reykjavík, rannsóknardeild, skellir skollaeyrum við því. Ég hef símanúmer sem hægt er að rekja hjá stjúpa stelpunnar sem misnotar hana kynferðislega á allan hátt, móðirin selur hana í vændi og þá er henni vanalega nauðgað, segir hún sjálf. Er öllum sama um börnin í þessu samfélagi? Ég vil eingöngu hafa samskipti við þá sem hafa aldur til að nota þjónustuna. Ábyrgðin er foreldranna og sökin liggur ekki hjá mér,“ segir Hörður sem segist eingöngu hafa ætlað að eiga samskipti við konur 18 ára og eldri. DV hefur þó undir höndum skjáskot sem sýna að Hörður var meðvitaður um að hann væri að ræða við 16 ára stúlku og vildi hann hitta hana.

„Ég mun leggja fram kæru á hendur lögreglunni í Reykjavík hjá ríkissaksóknara og mun eiga fund í vikunni við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara sem er minn fyrrverandi samstarfsmaður hjá rannsóknarlögreglu ríkisins, einhver sá besti lögfræðingur sem ég hef kynnst,“ segir Hörður sem hyggst kæra afskiptaleysi lögreglunnar af meintu máli hinnar 13 ára gömlu stúlku til ríkissaksóknara. Hann segist hafa fengið þessar upplýsingar um stúlkuna í gegnum samskipti sín við fólk á Snapchat og stefnumótavefinn Einkamál.is. Hafi hann átt í beinum samskiptum við stúlkuna sjálfa.

Hörður segir það ekki rétt að hann dveljist í gistiskýli. „Ég er á hosteli. Ég er að bíða eftir að fá íbúð afhenta 1. ágúst.“

Hörður kannast við að hafa verið handtekinn tvisvar vegna ásakana um netáreitni gegn börnum og unglingum. En hann segist ekki eiga von á ákæru. „Það verður aldrei ákært, það er ekkert sakarefni, það er ekkert brot. Ábyrgðin er foreldranna. Ég er heiðarlegur maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi