fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Spá 165% aukningu bílaumferðar um Reykjanesbraut fram til 2044

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. júlí 2021 09:00

Frá Reykjanesbraut. Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spá verkfræðistofunnar Mannvits þá munu um 52.000 ökutæki fara um Reykjanesbraut á sólarhring árið 2044. Þetta þýðir um 165% aukningu frá því sem nú er. Aðalástæðan fyrir þessari aukningu er aukinn fjöldi ferðamanna og flugumferðar um Keflavíkurflugvöll.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í viðaukaskýrslu Mannvits um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma um breikkun Reykjanesbraut frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni en þar á hún að verða tvöföld í báðar áttir en þetta er eini hluti Reykjanesbrautar sem hefur ekki verið breikkaður í þá mynd.

Þetta er 5,6 kílómetra kafli. Jafnframt á að breyta mislægum gatnamótum við álverið í Straumsvík, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu. Mislæg gatnamót verða byggð við Rauðamel og tenging að dælu- og hreinsistöð austan við Straumsvík útbúin. Einnig er í bígerð að gera undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð rétt austan við álverið.

Meginmarkmiðið með þessum framkvæmdu er að auka umferðaröryggi á þessum vegarkafla en slys eru nokkuð algeng á Reykjanesbraut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“