fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

100 vísindamenn vara við afléttingu sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 05:50

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist opið bréf frá rúmlega 100 vísindamönnum í hinu virta læknariti The Lancet. Í bréfinu er Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðlega gagnrýndur en vísindamennirnir segja að fyrirætlanir ríkisstjórnar hans um að aflétta nær öllum sóttvarnaaðgerðum í Englandi þann 19. júlí séu ekki skynsamlegar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur einnig varað bresk stjórnvöld við fyrirætlununum. Vísindamennirnir og WHO hvetja Johnson og stjórn hans því til að endurskoða málið.

Mike Ryan, farsóttafræðingur og yfirmaður hjá WHO, segir að í staðinn fyrir að aflétta nær öllum sóttvarnaaðgerðum á sama tíma eigi að aflétta þeim í áföngum.

Í bréfi vísindamannanna segja þeir að líklega sé fyrirætlun Johnson með afléttingu sóttvarnaaðgerðanna að leyfa nýjum smitum að blossa upp til að flýta því að hjarðónæmi náist í samspili við bólusetningar.

Ryan segist þó ekki trúa því að það sé fyrirætlun ríkisstjórnarinnar og sagði að ef svo sé þá sé það „faraldsfræðileg heimska“. The Guardian hefur þetta eftir honum. Hann varaði um leið Johnson við að kasta þeim góða árangri sem náðst hefur á glæ. „Í Evrópu er ein milljón nýrra smita í viku. Það er ekki bara þannig að faraldurinn sé horfinn,“ sagði hann.

Upphaflega ætlaði breska ríkisstjórnin að aflétta sóttvarnaaðgerðum þann 21. júní en því var slegið á frest um fjórar vikur vegna útbreiðslu hins mjög svo smitandi Deltaafbrigðis veirunnar. Þegar Johnson tilkynnti um frestunina sagði hann að með henni ætti að vera hægt að „byggja góðan vegg ónæmis“.

Á sunnudaginn sagði Johnson að faraldrinum sé ekki lokið og að reikna megi með að smitum muni fjölga á næstu vikum. „Þegar við byrjum að lifa með þessari veiru verða allir að meta áhættuna við kórónuveiruna og beita skynseminni alla daga,“ sagði hann.

128.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Bretlandi. Nú greinast um 30.000 smit á dag og hafa samtök breskra lækna miklar áhyggjur af þróun mála og hvetja ríkisstjórnina til að láta ákveðnar sóttvarnaaðgerðir vera áfram í gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“