fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Benedikt Lafleur fór með lögmannsskuld fyrir dóm og tapaði – Skuldin tvöfaldaðist

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 6. júlí 2021 17:30

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Benedikt Lafleur Sigurðsson, sundkappa með meiru, til þess að gera upp skuld sína við lögmannsstofuna E. S. Legal ehf. Skuldin var tilkomin vegna sölu á fasteign í Reykjavík. Benedikt taldi sig hins vegar ekki þurfa að greiða kröfu lögmannsstofunnar og endaði málið því fyrir dómi.

Benedikt réð lögmannsstofuna til þess að annast, sem fyrr segir, sölu á fasteign í Reykjavík sem var í hans eigu. Lögmaður Benedikts skilaði því næst tímaskýrslu til Benedikts samhliða reikning upp á 296.360 krónur með virðisaukaskatti þann 27. október. Umsamið tímagjald nam 23.900 krónum á klukkustund auk 24% virðisaukaskatts. Reikningurinn var enn ógreiddur í lok árs en þá bauð lögmannsstofan honum að greiða fyrir 5 klukkustunda vinnu, eða samtals 148.180 krónum.

Benedikt hafnaði því tilboði.

Lögmannsstofan höfðaði því næst mál á hendur fyrrum skjólstæðingi sínum, Benedikt Lafleur, og krafðist greiðslu skuldarinnar. Benedikt varði sig sjálfur fyrir dómi.

Fyrir dómi þótti sannað að Benedikt hefði stofnað til samnings og lofað að greiða lögmannsstofunni samkvæmt þeim samningi. Var Benedikt því gert að greiða upphaflegu skuldina, 296.360 krónurnar, í heilu lagi auk þess sem hann þarf að greiða kostnað lögmannsstofunnar vegna höfðunar málsins, eða 375.000 krónur.

Samtals er reikningurinn hans Benedikts því nú kominn upp í 671.360 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“

Safnað fyrir foreldra Axels sem leita réttlætis fyrir son sinn – „Hafið gefur og hafið tekur…Dómskerfið gefur og dómskerfið tekur“
Fréttir
Í gær

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ

Ökuníðingur ákærður eftir stórháskalegan akstur í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel

Góð stjórnun lykilforsenda þess að framkvæmdir heppnist vel
Fréttir
Í gær

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“

Einar telur niðurrif Morgunblaðshússins til marks um sóun – „Það er verið að rífa steinsteypt hús nokkuð víða í bænum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“

Syni Söru var hótað lífláti á skólalóðinni – „Aðdragandinn að þessu er langur og alvarlegur“