fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ungur maður framdi sjálfsvíg í kjölfar fjárkúgunar á netinu – Var hótað með dreifingu viðkvæmra mynda af honum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknardeild norska ríkislögreglustjóraembættisins, Kripos, hratt síðastliðið haust af stað aðgerðinni Operasjon Malstrøm. Það var gert í kjölfar þess að ungur maður framdi sjálfsvíg í kjölfar þess að hann var leiddur í gildru þar sem myndir voru teknar af honum og honum síðan hótað að þeim yrði dreift.

Ungi maðurinn komst í kynni við konu á vefsíðunni Chatroulette. Þau ræddu saman og fljótlega urðu samræður þeirra kynferðislegar. Konan byrjaði með kynferðislegar athafnir fyrir framan myndavélina og það gerði ungi maðurinn einnig. En það sem hann vissi ekki var að á bak við þetta allt saman voru líklegast skipulögð glæpasamtök. Samskipti hans og konunnar voru tekin upp og síðan fékk ungi maður skilaboð:

„Ég er með lista yfir alla vini þína á Facebook. Vini og ættingja. Allir fá myndbandið sent. Ég er tölvuþrjótur að atvinnu og ég get sent þetta með einni snertingu.“

Með í skilaboðunum var nákvæm tala yfir þann fjölda sem maðurinn átti sem vini á Facebook.

Fljótlega fékk maðurinn skilaboð um að hann yrði að greiða ákveðna upphæð ef hann vildi að myndbandinu yrði eytt og hljóp upphæðin á sem nemur mörg hundruð þúsund íslenskum krónum. Hann fékk skamman frest til að greiða upphæðina.

Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið í gær.

Fram kemur að Kripos hafi hrint fyrrgreindri aðgerð Operasjon Malstrøm úr vör í kjölfar sjálfsvígs mannsins. Frá því síðastliðið haust hafa þeir lögreglumenn sem koma að aðgerðinni komið upp um mörg mál þar sem reynt var að kúga fé út úr ungum norskum karlmönnum með svipuðum hætti og í máli unga mannsins. Allir voru mennirnir á aldrinum 15 til 25 ára. Vettvangurinn er samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndspjall í beinni útsendingu.

Kripos vinnur nú með Europol, Interpol og lögreglu í einstökum ríkjum að því að afhjúpa skipulögð glæpasamtök sem standa á bak við þessar fjárkúganir. Þessi skipulögðu glæpasamtök eiga í flestum tilfellum rætur að rekja til Evrópu og Afríku. Þau nýta sér venjulega sömu greiðsluaðferðirnar og þar eru peningasendingar í gegnum Western Union vinsælastar. Það eru peningar sem þessi glæpasamtök eru á höttunum eftir og því víla þau ekki fyrir sér að leiða fólk í „kynferðislegar gildrur“ til að geta síðan kúgað fé út úr því.

Ungi maðurinn, sem áður var nefndur, bað fjárkúgarana um að eyða myndbandinu en þeir voru ekki á þeim buxunum og héldu áfram að hóta honum.

„Ef þú vilt að ég eyði myndbandinu verður þú að gera eins og ég segi. Annars eyðilegg ég líf þitt. Ég er nú að vinna að því að birta myndbandið á Youtube. Fljótlega sendi ég myndbandið til allra, svo . . . .“

Ungi maðurinn gat ekki orðið sér út um peningana áður en fresturinn rann út. Hann sagði fjárkúgurunum að hann myndi taka eigið líf ef þeir eyddu ekki myndbandinu en það varð ekki til að þeir hættu að reyna að kúga fé út úr honum. Skömmu eftir að honum var fyrst hótað tók hann eigið líf.

Hjá Kripos óttast menn að fjöldi þeirra sem lendir í málum sem þessu sé miklu meiri en lögreglan hefur yfirsýn yfir. Af þeim sökum ákvað Kripos að leita til fjölmiðla og fá þá til að fjalla um þessi mál í þeirri von að fleiri gefi sig fram við lögregluna þegar þeir heyra að þeir eru ekki þeir einu sem hafa lent í málum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar