fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 18:00

Bandarískir félagar í Three Percenters. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn settu kanadísk yfirvöld bandarísku samtökin the Three Percenters í flokk hryðjuverkasamtaka. Sögðust yfirvöld hafa góðar ástæður til að ætla að samtökin, sem eru samtök bandarískra öfgahægrimanna sem vilja ekkert ríkisvald, séu nú starfandi í Kanada og hafi kanadískir embættismenn fylgst með starfsemi samtakanna og hafi vaxandi áhyggjur af þeim.

Bill Blair, ráðherra öryggismála, sagði á fréttamannafundi að Three Percenters hafi verið tengd við sprengjuárásir, sem beindust gegn bandarískum stjórnarbyggingum og samfélögum múslíma. Þau hafi einnig haft í hyggju að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra í Michigan, og sprengja sprengjur í tengslum við mannránið.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan fjórir meðlimir samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrir samsæri og fyrir þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn.

Ekki er langt síðan kanadísk yfirvöld lýstu Proud Boys samtökin hryðjuverkasamtök en það eru einnig samtök öfgahægrimanna sem lýsa sér sjálfum sem „Vestrænum karlrembum“. Samtökin eru þekkt fyrir tengsl félagsmanna við ofbeldisverk. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki lýst Proud Boys eða Three Percenters sem hryðjuverkasamtök.

The Three Percenters samtökin voru stofnuð 2008. Nafnið er rakið til staðlausra fullyrðinga um að aðeins 3% landnema hafi barist gegn Bretum þegar Bandaríkjamenn börðust fyrir sjálfstæði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks