fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þetta eru einkenni Deltaafbrigðis kórónuveirunnar hjá börnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 06:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvaða einkennum smits af völdum Deltaafbrigðis kórónuveirunnar eiga foreldrar að vera sérstaklega vakandi yfir hjá börnum?

„Það hefur verið rætt um að einkenni þessa afbrigðis geti verið aðeins öðruvísi en þau sem við höfum kynnst fram að þessu en þau eru ekki svo frábrugðin þeim einkennum sem við höfum sér margoft áður: Óþægindi í hálsi, nasakvef, hósti og öndunarfærasýking,“ hefur BT eftir Søren Riis Paludan, prófessor við Árósaháskóla.

Hann sagði að börn geti einnig fengið hita og einkenni sem líkjast inflúensu en það sé þó undantekning. Algengast sé að þau fái hósta og nasakvef. Einkenni sem minna mest á kvef og frjókornaofnæmi.

Deltaafbrigðið er mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og nú er svo komið í Englandi að 90% allra smita eru af völdum Deltaafbrigðisins. Paludan benti á að það væri athyglisvert í Englandi að þrátt fyrir að smitum hafi fjölgað að undanförnu hafi ekki orðið sama hlutfallslega aukningin í innlögnum á sjúkrahús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað