fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Óvænt áhrif þurrkanna í Kaliforníu – Nýir íbúar í íbúðarhverfum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. júlí 2021 10:00

Kaliforníubúar slaka á í hitanum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklir þurrkar hafa um langa hríð herjað á vestanverð Bandaríkin og eru þeir sagðir vera þeir verstu í um 1.200 ár. Þeir hafa mikil áhrif á íbúa þeirra ríkja sem glíma við þessa miklu þurrka og dýrin fara ekki varhluta af þurrkunum. Meðal nýjustu „íbúanna“ í sumum bæjum og borgum eru birnir og skröltormar.

The Guardian skýrir frá þessu. Hefur miðillinn eftir Len Ramirez, eiganda Ramirez Rattlesnake Removal Company í Kaliforníu, að hann hafi aldrei haft eins mikið að gera og nú. Hann sagði skröltorma vera alls staðar þessa dagana, á sólpöllum fólks, í pottaplöntum og undir leikföngum barna. „Ég hef aldrei haft eins mikið að gera og núna. Tilkynningar berast alls staðar að úr ríkinu,“ er haft eftir honum.

Hann aðstoðar fólk við að losna við skröltorma með því að fanga þá og flytja langt út fyrir bæjarmörkin þar sem þeim er sleppt. Hann hefur starfað við þetta síðan 1985 þegar hann stofnaði fyrirtækið. Hann sagðist áður hafa upplifað að tilkynningum um skröltorma fjölgi mikið en þó ekki eins mikið og nú. Hann sagðist ekki telja að dýrunum hafi fjölgað, þau sæki bara í vaxandi mæli inn í mannabyggðir til að leita skjóls frá hækkandi hita og þurrkum.

En það eru ekki bara skröltormar sem leita í vaxandi mæli inn í íbúðarhverfi, þar gera aðrar tegundir sem reyna að laga sig að breyttu veðurfari einnig. Þar má nefna birni sem eru farnir að leita lengra inn í íbúðarhverfi en áður. „Bjarnarstofninn er að stækka svæðið sitt svo birnir eru farnir að sjást á svæðum þar sem þeir hafa aldrei áður sést,“ sagði Rebecca Barboza, líffræðingur, í samtali við ABC News nýlega.

Minni dýr og skordýr eru einnig farin að færa sig nær mannabyggðum í leit að vatni og sum þeirra eru ekki ákjósanlegir gestir því þau geta valdið miklu tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari