fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Segir að fólk eigi alveg að hætta að faðmast og heilsa með handabandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. júní 2021 19:00

Heyrir þetta sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf sífellt fleiri færist nú nær því að líkjast því sem það var áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á enda miðar bólusetningum víða ágætlega og sóttvarnaaðgerðir hafa haldið aftur af útbreiðslu veirunnar. Norski prófessorinn Audun Helge Nerland, sem er prófessor í sameindalíffræði, segir að gera eigi sumar af sóttvarnaráðstöfunum varanlegar.

VG segir að Nerland telji að réttast sé að fólk hætti að faðmast og heilsast með handabandi og það að eilífu.

„Að snerta heitan og rakan lófa fólks sem hefur snert ýmsa staði líkamans er ekki sérstaklega gagnlegt út frá smit sjónarmiðum. Þurfum við virkilega að viðhafa svo mikla snertingu, eins og að sparka í fótleggi hvers annars, til að heilsast?“ sagði Nerland sem lagði áherslu á að fólk eigi áfram að faðma ættingja sína og vini.

Máli sínu til stuðnings benti hann á að inflúensutilfellum og kveftilfellum hafi fækkað mikið í heimsfaraldrinum þar sem fólk hefur dregið úr líkamlegri snertingu þegar það heilsast.

Margir hafa tekið upp á því að heilsast með því að láta olnboga snertast en Nerland telur það ekki réttu leiðina og hvetur fólk til að horfa frekar til Japan þar sem fólk hneigir sig yfirleitt frekar en að heilsast með handabandi eða faðmast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti ástkonuna með hrottafengnum hætti með hamri- „Hún tók allt frá mér“

Myrti ástkonuna með hrottafengnum hætti með hamri- „Hún tók allt frá mér“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu